Sólsprettur

1.00

Sólsprettur eru grænsprettur sólblómanna. Þær eru ákaflega næringarríkar og innihalda fullkomið plöntuprótein. Þær innihalda amínósýrur sem líkaminn þarfnast.

Qty

 Sólsprettur Helianthus annuus

Sólsprettur eru grænsprettur sólblómanna. Þær eru ákaflega næringarríkar og innihalda fullkomið plöntuprótein. Þær innihalda amínósýrur sem líkaminn þarfnast.

Sólsprettur innihalda margfalt magn ensíma á við fullvaxta plöntur og eru fullar af vítamínum og steinefnum og eru því ákaflega kraftmikil viðbót við daglega fæðu þó þeirra sé neytt í litlu magni.

Sólsprettur eru tilvaldar fyrir ófrískar konur þar sem þær innihalda mikið magn af fólínsýru og B-vítamínunum B3, B6 og B12 sem eru nauðsynleg þunguðum konum og börnum í móðurkviði. Börnum finnast sólsprettur góðar enda er áferðin brakandi og bragð þeirra sætt.

IMG_0112

Hátt hlutfall andoxunarefna í sólblómasprettum gerir þær að  hjartvænni fæðu sem getur hjálpað til við endurnýjun frumna. Hátt hlutfall C-vítamíns, E-vítamíns og selíns getur stuðlað að lækkuðum blóðþrýstingi og haft jákvæð áhrif á æðakerfið.

Sólsprettur eru kaloríusnauðar og eru því tilvalin fæða fyrir þá sem vilja léttast. Þær innihalda einnig lesitín sem brýtur niður fitusýrur líkamans.

Þessar næringarríku grænsprettur innihalda einnig A, D og E-vítamín og mikilvæg steinefni á borð við kalk, kopar, fosfór, magnesíum, sink og pótassíum.

Sólsprettur styrkja ónæmiskerfið og veita hugsanlega sýkingavörn sem viðheldur heilbrigðri meltingu.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Sólsprettur”

SKU: 1 Category: