Um Okkur

cropped-logo.pngSpretta ehf. var stofnað árið 2015 og rekur snjallbýli. Í snjallbýlum ræktum við grænsprettur.

Grænsprettur (Microgreens) eru fyrstu laufin og stilkar jurta-og grænmetisplantna. Grænsprettur eru yfirleitt 7- 14 daga gamlar og 3-8 sentimetrar á hæð.

Grænsprettur eru eldri en spírur (sprouts) sem ræktaðar eru í vatni á örfáum dögum og yngri en smágrænmeti eins og (Baby lettuce eða Baby spinach).

Grænsprettur má rækta í miklu úrvali. Nánast allt grænmeti og kryddjurtir er hægt að rækta sem grænsprettur svo sem eins og grænkál, radísur, rauðrófur, sellerí, salattegundir, kryddjurtir og svo má lengi telja.

Grænsprettur gleðja augað og þær eru fallegar, stinnar og bragðsterkar og þeirra má njóta á margvíslegan hátt.

Grænsprettur eru sneisafullar af næringarefnum og margar þeirra innihalda 4-6 sinnum hærra magn af vítamínum og andoxunarefnum en fullvaxta plöntur. Andoxunarefni hjálpa til við að fyrirbyggja frumuskemmdir.

Talið er að heilsusamlegt mataræði sem inniheldur mikið af ávöxtum og grænmeti geti dregið úr líkum á alvarlegum og krónískum sjúkdómum. Grænsprettur eru kaloríusnauð fæða sem inniheldur mikið af nauðsynlegum næringarefnum og því kjörin viðbót við daglega fæðu.

Viðskiptavinir okkar fá spretturnar afhentar í sérsmíðuðum trébökkum sé þess óskað. 

Basilsprettur tvær tegundir – ítalskar og dökkar opalsprettur